Þeir segja að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins og það er deginum ljósara að hin 92 ára drottning Bretlands sé að halda sér í nokkuð góðu formi miðað við það sem hún lætur ofan í sig. Það eru ekki nema 65 ár síðan hún tók við krúnunni, en enginn hefur setið svona lengi í sama stólnum í Englandi áður.
Við gerum ráð fyrir að fólk eins og Elísabet séu með fastar hefðir í mörgum hlutum, eins og til dæmis með morgunmatinn - og það er hárrétt. Daglega á slaginu 08:30 sest hún til borðs og fær sér Kellogg´s Special K sem geymt er í gulu plastboxi frá Tupperware. Ef hún vill gera extra vel við sig um helgar eða á hátíðsdögum þá fær hún sér eggjahræru og reyktan lax. Annars lætur hún Special K duga sér inn í daginn.