Hinn fullkomni hversdagsmatur

mbl.is/BBCgoodfood.com

Við þurfum að hafa einn svona rétt í okkar lífi – einn sem er bragðgóður og auðvelt er að matreiða. Stroganoff er hinn fullkomni hversdagsmatur og má bera fram með ýmiss konar meðlæti sem kætir bragðlaukana.

Hinn fullkomni hversdagsmatur

  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 laukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 msk. smjör
  • 250 g sveppir
  • 1 msk. hveiti
  • 500 g nautakjöt
  • 150 g sýrður rjómi
  • 1 msk. Dijon-sinnep
  • 100 ml kjötsoð
  • ½ búnt af steinselju

Aðferð:

  1. Hitið 1 msk. af ólífuolíu á pönnu og steikið laukinn á miðlungshita í sirka 15 mínútur. Bætið við smávegis af vatni á pönnuna ef laukurinn byrjar að festast við.
  2. Bætið við hvítlauk á pönnuna og því næst 1 msk. af smjöri. Þegar smjörið byrjar að verða „froðukennt“, bætið þá sveppunum út á pönnuna og steikið áfram í 5 mínútur. Kryddið og setjið svo til hliðar á disk.
  3. Setjið 1 msk. af hveiti í skál ásamt salti og pipar. Veltið því næst nautakjötinu (sem búið er að skera niður í strimla) upp úr hveitiblöndunni.
  4. Steikið kjötið á pönnu í 3-4 mínútur. Bætið við örlitlu af olíu ef pannan virðist þurr.
  5. Laukur og sveppir koma aftur á pönnuna með kjötinu og leyft að malla. Pískið saman sýrðum rjóma, 1 tsk. af sinnepi og kjötsoðinu og hellið út á pönnuna.
  6. Leyfið réttinum að malla á miðlungshita í 5 mínútur.
  7. Dreifið saxaðri steinselju yfir og berið fram með pasta eða hrísgrjónum.
Buff stroganoff er bragðgóður og frábær réttur á borðið.
Buff stroganoff er bragðgóður og frábær réttur á borðið. mbl.is/Bbcgoodfood.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert