Ýsan hefur ekki notið sannmælis

Það er gaman að borða heilsteikta ýsu og fagurt meðlæti.
Það er gaman að borða heilsteikta ýsu og fagurt meðlæti. Ljósmyndir/Saga Sig

Flestir tengja ýsuna við soðningu, en margt annað má gera við þennan fisk sem sést sjaldnar á borðum Íslendinga en áður var. Kjartan Óli matreiðslumaður og Saga Sig ljósmyndari voru leidd saman í listrænt samstarf fyrir myndaþátt sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins FÆÐA/FOOD.

Þar var ýsan tekin á hærra og náttúrulegra stig, hún var borin fram með haus og sporði, til að tengja matargesti við uppruna fæðunnar. Stemning áttunda áratugarins og fortíðarþráin réðu för í matarboðinu og myndatökunni.

„Ég ólst upp við að borða ýsu á mánudögum. Þorskurinn var sendur út en við heimamenn látnir borða ýsuna, því hún þótti ekki nógu góð. En hún er fínn fiskur sem hefur svolítið gleymst og sést sjaldnar á borðum Íslendinga núorðið. Nú er komin svo mikil velmegun að við borðum frekar þorsk eða annan fisk og ýsan er ekki mjög algeng á matseðlum á veitingastöðum,“ segir Kjartan Óli Guðmundsson matreiðslumaður sem langaði að taka fyrir í listrænu samstarfi hans og Sögu þetta hefðbundna íslenska hráefni sem hann hefur á tilfinningunni að sé að hverfa.
Sjá viðtal við Kjartan Óla í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert