Eggjadásemd á smjördeigsbita

Egg eru holl og góð og frábær leið til að …
Egg eru holl og góð og frábær leið til að byrja morguninn. mbl.is/SpoonForkBacon.com

Egg, ostur og smjördeig – það er sú blandan sem við erum að fara kynna hér. Helgarbrönsinn mun fagna þessari tilraun sem er sniðin fyrir fjóra, eða tvo mjög svanga einstaklinga.

Eggjadásemd á smjördeigsbita (fyrir 4)

  • Smjördeig, ferköntuð
  • 1 bolli cheddar ostur
  • 4 egg, meðalstór
  • Fersk basilika
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°.
  2. Skiptið smjördeiginu niður í fjóra jafna bita.
  3. Setjið hvern og einn smjördeigsbita á litlar pönnur eða bökunarmót, og stingið í deigið með gaffli. Hitið í ofni í 8 mínútur eða þar til deigið er orðið gyllt og „púffað“.
  4. Stráið 2 msk af rifnum osti yfir hvern og einn smjördeigsbita og búið til lítið hreiður úr ostinum fyrir miðju. Setjið eitt egg ofan í hvert osta-hreiður og stráið rifnum osti þar yfir og aftur inn í ofn.
  5. Lækkið hitann í 190° og bakið í 7-9 mínútur eða þar til eggjahvítan hefur bakast þó að rauðan sé ennþá lin.
  6. Takið úr ofninum og saltið og piprið. Toppið með ferskri basiliku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert