Keto kjúklingasalat með stökku beikoni

mbl.is/Einn, tveir og elda

Sjúklega einfalt og fáránlega bragðgott... gæti þessi uppskrift heitið en hún sýnir það og sannar að góður matur þarf ekki að vera flókinn. Þessi uppskrift kemur frá Einn, tveir og elda - sem ætti að tryggja gæðin.

Keto kjúklingasalat með stökku beikoni

  • 400 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • 4 sneiðar af beikoni
  • 1 avókadó
  • ½ rauðlaukur
  • 200 g salatblanda
  • 60 g majónes
  • 60 g sýrður rjómi
  • 20 g rifinn parmesan ostur
  • salt og pipar
  • ólífuolía

Aðferð:

  1. Hitið ólífuolíu á pönnu og skerið kjúkling í litla bita. Steikið kjúklinginn í um það bil 5 mínútur og kryddið með salti og pipar.
  2. Skerið beikonið í litla bita og bætið því útá pönnuna, steikið með kjúklingnum þar til orðið stökkt.
  3. Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi, parmesan og ½ tsk af salti og pipar. Saxið niður rauðlauk.
  4. Skolið salatið og skerið avókadóið í sundur langsum, fjarlægjið steininn og hýðið og skerið í litla teninga.
  5. Setjið salat í fallega skál og dreifið kjúkling og beikoni, rauðlauk og sesardressingu yfir. Njótið vel!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert