Leyndarmálið á bak við ris a la mande

mbl.is/Line Thit Klein

Hjá mörgum ríkir sú hefð að borða hrígrjónagraut á jólunum eða ris a la mande og þá með tilheyrandi möndlu sem felur sig í einni skálinni. Það hefur löngum verið talið að grauturinn eigi rætur sínar að rekja til Frakklands en fyrsta þekkta uppskriftin er frá árinu 1901 úr danskri matreiðslubók Frk. Jensens.

Mandlan í réttinum er þó komin af franskri hefð. Í Frakklandi var sá siður að sá sem fékk möndlu í grautinn sinn fékk leyfi til að vera „kóngur“ í einn dag og rétt til að stjórna þeim sem hann vildi. Á meðan sá sem hlaut möndluna í Danaveldi fékk að velja hvern hann myndi vilja kyssa. Í dag snýst möndlufundurinn meira um spennandi gjöf sem hægt er að njóta með restinni af fjölskyldunni á jólunum, í það minnsta hér á landi.

Vegan ris a la mande bragðast guðdómlega.
Vegan ris a la mande bragðast guðdómlega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert