Er einhver á þínu heimili sem svitnar óvenjumikið á nóttinni og áður en maður veit af er kominn blettur í koddaverið sem ekki næst úr í venjulegum þvotti? Gerist eflaust á öðru hverju heimili.
Sumar þvottavélar bjóða upp á blettahreinsunarprógram sem gæti virkað, annars lumum við á góðu ráði hvað þetta varðar. Blandið 1 dl af sápuspæni við 5 dl af heitu vatni og láta blettinn liggja í bleyti áður en rúmfötin eru þvegin. Einnig má prófa sig áfram með uppþvottalegi, það er ótrúlegt hvað sú blanda hefur komið manni langt.