Á annasömum dögum er gott að geta reitt fram úr hendinni einn frábæran rétt á 15 mínútum. Við bjóðum ykkur upp á mjúkt spaghetti með stökku brokkolí og ansjósum sem gefa réttinum þetta ómótstæðilega bragð sem enginn stenst.
Besti 15 mínútna rétturinn
- 400 g spaghettí
- ½ brokkolí, skorið í litla bita
- 2 stórir hvítlaukar
- ½ tsk. chili
- 4 ansjósur í olíu
- ½ dl ólífuolía
- 1 skallottlaukur
- 1 dl þurrt hvítvín
- 100 g ferskur parmesan-ostur
- Salt og pipar
Aðferð:
- Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum. Þegar það er næstum tilbúið, setjið þá brokkolíbitana út í í 1-2 mínútur.
- Merjið hvítlaukinn, chili og ansjósur í morteli. Setjið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann er gylltur, bætið þá ansjósublöndunni út í og hrærið í.
- Bætið hvítvíni á pönnuna og leyfið því að sjóða upp.
- Setjið pastað og brokkolíið út á pönnuna og veltið upp úr blöndunni.
- Setjið aðeins meiri olíu ef þarf og saltið og piprið.
- Dreifið osti yfir og berið fram.