Nautaþynnur með sesam-sojadressingu

mbl.is/Björn Árnason

Út er komin bókin Grillmarkaðurinn, sem inniheldur úrval bestu og þekktustu uppskrifta veitingastaðarins vinsæla. Í bókinni er jafnframt að finna uppskriftir sem eru ekki lengur á matseðli og hefur verið sárt saknað. Nokkuð ljóst er að þessi bók er mikill hvalreki fyrir aðdáendur Grillmarkaðarins.

Nautaþynnur með sesamsojadressingu

  • 600 g nautalund
  • olía til að pensla með
  • salt og pipar

Aðferð:

Snyrtið nautalundina og þerrið hana vel með pappír. Penslið hana með olíu og kryddið með salti og pipar. Hitið pönnu þar til hún er blússandi heit og steikið kjötið í 1 mínútu á báðum hliðum. Vefjið kjötið inn í eldhúspappír og plastfilmu og geymið í kæli í a.m.k. 2 klst en það má geyma það yfir nótt eða jafnvel tvær. Skerið kjötið svo eins þunnt og þið getið. Kjötið á að skera þvert á kjötþræðina eins og lundin liggur.

Sesam-sojadressing

  • 4 skalottlaukar, fínt saxaðir
  • 1 msk. hrísgrjónaedik
  • 1 msk. vatn
  • ½ msk. sykur
  • Svolítill svartur pipar
  • 4 msk. olía
  • 4 msk. sesamolía
  • 3 msk. sojasósa

Söxuð fersk kóríanderlauf eftir smekk

Blandið öllu saman í skál.

Á diskinn:

  • 2 nashi-perur (eða venjulegar perur), fínt skornar
  • 100 g parmesanostur, rifinn
  • 4 msk. salthnetur, muldar

Raðið kjötinu á disk og setjið dressinguna yfir. Dreifið perunum, parmesanostinum og salthnetunum yfir og berið fram.

Hrefna Rósa Sætran.
Hrefna Rósa Sætran. mbl.is/Björn Árnason
mbl.is/Björn Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka