Jólasmákökur með appelsínukeim

Þessar færa jólailminn heim í hús.
Þessar færa jólailminn heim í hús. mbl.is/Ditte Ingemann

Ilmur af jólum er ilmur af smákökum, það má svona næstum því setja samasemmerki þarna á milli. Ilmurinn af þessum smákökum færir í það minnsta hugann að jólunum. Þessar má einnig skreyta með bræddu súkkulaði fyrir þá sem vilja ganga skrefinu lengra.

Jóladraumur með appelsínukeim (60 stk.)

  • 125 g smjör
  • 125 g sykur
  • 150 g hveiti
  • 1 msk. rifinn appelsínubörkur

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnunum saman og mótið í stangir. Setjið í ísskáp fram á næsta dag.
  2. Skerið deigið með beittum hníf í þunnar skífur og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu.
  3. Bakið við 200° í 5-6 mínútur.
  4. Þegar kökurnar hafa kólnað má leggja þær í kökubox.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert