Það má alveg leiða hugann að suðrænni strönd á árstíma sem þessum, þessi réttur ætti að fleyta okkur hálfa leið í það minnsta. Steikt hrísgrjón með ananas, hnetum og fullt af öðrum bragðgóðum innihaldsefnum, gjörið svo vel.
Suðræn hrísgrjónablanda
- 2 msk. kókosolía
- 1 meðalstór laukur, saxaður
- 1 rauð paprika, skorin í litla bita
- 1 bolli ferskur ananas, skorinn í litla bita
- 3 hvítlauksrif, marin
- ¼ bolli kasjúhnetur, saxaðar
- 3 bollar soðin hrísgrjón
- ½ bolli grænar baunir, þíddar
- Safi úr 1 lime
- 2 msk. sojasósa
- 1 tsk. Sriracha
- 2 stór egg
- 2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
Aðferð:
- Hitið kókosolíu á pönnu á meðal hita. Bætið lauk, papriku og ananas á pönnuna og steikið þar til ananasinn hefur brúnast, sirka 5 mínútur. Bætið þá við hvítlauk og kasjúhnetum og steikið áfram í 1 mínútu.
- Setjið tilbúnu hrísgrjónin á pönnuna ásamt baunum, lime safa, sojasósu og Sriracha – 3 mínútur í viðbót.
- Ýtið hrísgrjónablöndunni til hliðar á pönnunni og steikið eggin – hrærið í þeim stanslaust og blandið svo við hrísgrjónin.
- Dreifið vorlauk yfir og berið fram.