Forréttur sem verður að smakkast

Fullkominn forréttur fyrir fjóra.
Fullkominn forréttur fyrir fjóra. mbl.is/Voresmad.dk

Við tökum vel á móti litlum og léttum réttum – eða forréttum eins og það oftast er kallað. Hér bjóðum við upp á frekar einfalda útgáfu af bragðgóðum byrjanda sem inniheldur aspas og bresaola.

Góði forrétturinn fyrir fjóra

  • 8 bresaola-skífur
  • 8 grænir aspas
  • 1 rauð paprika
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar
  • 2 msk. heslihnetur
  • ½ rósmarínbúnt
  • 1 stór hvítlaukur
  • Sítrónumelissa

Aðferð:

  1. Skolið aspasinn og brjótið neðsta endann af. Skolið paprikuna, fjarlægið kjarnann og skerið í langa strimla.
  2. Hitið olíu á pönnu og steikið aspasinn og paprikuna þar í nokkrar mínútur. Saltið og piprið.
  3. Saxið hneturnar, rósmarín og hvítlauk fínt og skellið því á pönnuna síðustu mínútuna.
  4. Leggið aspas og papriku á bresaola og rúllið upp. Skreytið með sítrónumelissu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert