Basilika er ein elsta og vinsælasta kryddjurt sem til er í heiminum. Við notum hana óspart til að bragðbæta matinn en sjaldan í þessu formi sem við kynnum hér. Mjúkan heimatilbúinn ís með basiliku ættu allir að prófa, því hann kemur sannarlega á óvart.
Frískandi ís með basilikum (fyrir 6)
- 5 eggjarauður
- 175 g sykur
- 1 vanillustöng
- ½ l nýmjólk
- 2,5 l rjómi
- Salt á hnífsoddi
- 50 g basilika
Aðferð:
- Pískið eggjarauður og sykur vel saman, þar til blandan verður ljósgul á lit og það þykk í sér að hún lekur úr þeytaranum í klumpum.
- Skrapið kornin úr vanillustönginni og setjið í pott ásamt stönginni, mjólkinni og rjómanum. Hitið upp að suðu og takið þá strax af hellunni.
- Hellið mjólkurblöndunni smátt og smátt í eggjablönduna og hrærið í á meðan.
- Hellið öllu aftur í pottinn á vægan hita og leyfið blöndunni að þykkna. Hrærið í á meðan þar til blandan hefur náð 85°.
- Takið pottinn af hellunni og hellið í gegnum sigti yfir skál. Hrærið í blöndunni í skálinni þar til blandan hefur kólnað.
- Blandið smávegis af kreminu saman við basilikublöðin. Bætið svo restinni af kreminu út í og blandð saman. Leyfið blöndunni að standa yfir nótt í ísskáp.
- Setjið næsta dag inn í frysti. Gott er að taka ísinn út 20 mínútum áður en hann er borinn fram.