Disney plokkfiskur sem krakkarnir elska

Haraldur Jónasson/Hari

Plokkfiskur klikkar aldrei og hér erum við með uppskrift úr Stóru Disney uppskriftabókinni sem kom út á dögunum og er algjörlega að slá í gegn. Uppskriftin er einföld og hugsunin er að krakkarnir geti því sem næst eldað þetta sjálf - ef þau fá smá aðstoð með það erfiðasta. 

Plokkfiskur Maríusar framtíðarstráks

  • 800 g ýsa eða þorskur
  • 400 g kartöflur
  • 1 vænn laukur
  • 3 msk. smjör
  • 3 dl mjólk
  • 3 msk. hveiti
  • 1 dl fiskisoð
  • 2 tsk. salt
  • 1/2 tsk. svartur pipar
  • 1/2 tsk. hvítur pipar
  • 1 tsk. karrý
  • 3 dl rifinn ostur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn. Suðutími er misjafn eftir stærð. Best er að stinga gaffli í kartöflurnar til að sjá hvort þær eru orðnar mjúkar. 
  2. Sjóðið fiskinn í 6 mínútur ásamt 1 tsk. af salti og setjið á fat en geymið 1 dl af soðinu úr pottinum. 
  3. Afhýðið og skerið kartöflurnar í litla bita.
  4. Saxið og steikið laukinn upp úr 3 msk. af smjöri uns hann verður glær. Bætið þá kartöflunum við. 
  5. Setjið mjólk, fiskisoð, hveiti og dryddin í krukku og hrisið. 
  6. Hellið út á pönnuna og hrærið vel.
  7. Látið malla í nokkrar mínútur svo sósan þykkni.
  8. Smakkið og bætið við kryddi eftir smekk. 
  9. Bætið fisknum við, hrærið vel og látið mala við miðlugnshita í 10 mínútur. 
  10. Gott er að setja smá rifinn ost ofan á fiskinn og ofnbaka hann í 15 mínútur uns osturinn er tekinn að gyllast. Það er frábært að bera plokkfisinn fram með rúgbrauði og soðnu blómkáli eða spergilkáli. 
Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert