Ætlar að vera með Mexíkó þema á gamlárs

Hrefna Rósa Sætran á Skelfiskmarðnum
Hrefna Rósa Sætran á Skelfiskmarðnum Eggert Jóhannesson

Hrefnu Rósu Sætran þarf vart að kynna enda einn vinsælasti og umsvifamesti kokkur og veitingahúsaeigandi landsins. Við á Matarvefnum birtum söruuppskrtift Hrefnu fyrir nokkrum árum sem tryllti lesendur og hefur síðan verið vinsælasta söru-uppskrift landsins.

Því lá beinast við að biðj hana um nýja smáköku uppskrift fyrir þessi jól um leið og við yfirheyrðum hana um jólamatinn á hennar heimili.

Hvað ert þú með í jólamatinn?  

Ég verð í mat hjá tengdó og þeim langar að elda sem er bara skemmtilegt. Ég mun því ekki elda á aðfangadag núna í ár en verð með mitt árlega kalkúnasamlokuboð á annan í jólum þar sem ég ætla grilla kalkún og svo verðum við með Mexíkó þema á gamlárs sem ég er mjög spennt fyrir. Ég mun líka gera tartalettur einhvern tíman yfir hátíðina því það er ómissandi að mínu mati.

Nú kemur þú úr miklu gourmet-umhverfi. Hver er jólagjöf matgæðingsins í ár?

Ég mundi gefa þeim gjafabréf á vín- og smáréttasmökkun á Skelfiskmarkaðnum sem er 10 vín með smakki af 10 réttum. Algjör upplifun og skemmtun fyrir fólk. Fólk getur komið til okkar og keypt gjafakort eða bara reddað þessu á tix.is.

Er eitthvað matarkyns sem er ómissandi hjá þér um jólin?
Ég er smá laufabrauðsfíkill en það er að skána með árunum. Hef verið að fara með nokkur box bara alveg sjálf en er komin niður í svona 1-2 box. Svo er möst að eiga góðar smákökur að narta í og fullan ísskáp af næs ostum og meðlæti með þeim. Graflax og graflaxasósa er líka eitthvað sem ég borða daglega um jólin og góð síld á rúgbrauði.


Bjorn Arnason,Björn Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka