Hér er um að ræða nokkuð margslungna smjörsósu sem er löngu orðin heimsþekkt. Þykir fara best með rib-eye eða sirloin nautasteik.
Café de Paris-smjörsósa
Bræðið smjörið í potti við lágan hita. Setjið saxaðan hvítlauk, kapers, graslauk, steinselju og skalottlauk út í smjörið og steikið í nokkrar mínútur þangað til hráefnið er mjúkt og ilmar dásamlega. Bætið við hökkuðum ansjósum og eldið í 3-5 mínútur til viðbótar þar til ansjósurnar bráðna saman við smjörið og hverfa. Næst bætið þið við dijon-sinnepi, worchestershire-sósu og tómatþykkni og hitið að suðu. Að lokum hellið þið rjómanum yfir og hitið að suðu á nýjan leik