Hin sívinsæla Madeirasósa

mbl.is/Thinkstock

Klassísk frönsk sósa með kjötsoði, piparkornum og madeira víni. Samkvæmt hefðinni er hún yfirleitt notuð með nautakjöti eða kjúkling en að sjálfsögðu má nota hana með öllum mat. 

Madeirasósa

<ul> <li>600 ml dökkt kjötsoð</li> <li>100 ml madeira</li> <li>smjör­bolla (40 gr smjör/​40 gr hveiti)</li> <li>1 tsk soya sósa</li> <li>1 tsk góð sulta</li> <li>1/​2 tsk Worchehesters­hire sósa</li> <li>50 ml rjómi</li> <li>salt</li> <li>pip­ar</li> </ul>

Aðferð:

<ol> <li>Fyrst hellið þið 50 ml af Madeira á pönnuna sem kjötið var steikt á til að ná öllu góðgætinu sem varð til við steikinguna. </li> <li>Hitið 600 ml af heimagerðu kjötsoði  eða notið teninga. </li> <li>Þykkið með smjörbollu (bræða smjör á pönnu, hellið hveiti saman við og hrærið í bollu) og bætið svo soðinu við. Þeytið vel á meðan. </li> <li>Saltið og piprið og smakkið til með sultu, soya og Worchestershire sósu. </li> </ol>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert