Besta leiðin til að þrífa blandarann

Bestu leiðina til að þrífa blandarann finnur þú hér.
Bestu leiðina til að þrífa blandarann finnur þú hér. mbl.is/Ezra Bailey_Taxi_Getty Images

Við stórefumst um að landinn sé á safakúr þessa dagana, en hvað veit maður? Hvort sem þú drekkur boost alla daga eða ætlar þér í stórátak eftir jólin þá er hér skothelt ráð um hvernig best er að þrífa blandarann á auðveldan hátt.

Það verður að segjast að leiðinlegi hlutinn við að nota blandarann er að þrífa hann. En best er að gera það strax eftir notkun til að losna við óþarfa skrúbb á hörnuðu skyri og berjum. Eitt einfalt og stórgott ráð er að setja heitt vatn í blandarann með dropum af uppþvottalegi og setja blandarann í gang - þannig þrífur hann sig sjálfur. Við mælum samt alltaf með því að taka hann reglulega í sundur og þrífa hann þannig, því það laumast alltaf eitthvað á þá staði sem við sjáum ekki til – og við kærum okkur ekkert um óþarfa bakteríusull.  

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert