Girnileg kálfalund með sinnepsgljáa

Sinnepsgljáð kálfalund er ómótstæðileg.
Sinnepsgljáð kálfalund er ómótstæðileg. mbl.is/Line Thit Klein

Svona réttir fá alltaf bragðlaukana til að vakna. Það er erfitt að standast mjúka kálfalund með sinnepsgljáa sem gefur lundinni einstakt bragð. Hér er ekkert vesen nema að velja uppáhaldsmeðlætið sitt með steikinni.

Girnileg kálfalund með sinnepsgljáa og hvítlauk

  • Kálfalund
  • Ólífuolía eða smjör til steikingar
  • 2-3 stór hvítlauksrif
  • 1 msk. dijonsinnep
  • 3-4 timíangreinar
  • Salt og pipar
  • Aðferð:

    1. Skerið sinarnar af lundinni og brúnið kjötið á pönnu upp úr ólífuolíu og smávegis af smjöri.
    2. Hakkið hvítlaukinn smátt og hrærið saman við dijonsinnep og timían, smakkið til með salti og pipar.
    3. Setjið kjötið í eldfast mót og smyrjið með sinnepsblöndunni. Steikið í ofni í 30-35 mínútur við 185°. Leyfið kjötinu að hvíla í 10-15 mínútur áður en þú skerð það.
    4. Skerið kjötið í sneiðar og berið fram með til dæmis kartöflum og sveppameðlæti.
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert