Svaðalegasta meðlæti síðari ára

Ásdís Ásgeirsdóttir

Einu sinni var rósakál litið hornauga og af flestum talið harla ómerkilegt. Nú er öldin önnur og allir vildu rósakál kveðið hafa (eða þannig). Grínlaust þá er rósakál geggjað meðlæti sem er ekki lengur gleymda rósin og því ber að fagna. 

Þessi uppskrift kemur úr smiðju sænska meistarakokksins Marcus Samuelsson sem rekur veitingastaðin Red Rooster í Harlem, New York. 

Rósakál með hvítlauk

Meðlæti fyrir 4-6

  • 800-900 g rósakál, allt skorið í tvennt
  • 2 hvítlauksrif, rifin
  • ½ bolli hvítlauksmajónes, eða eftir smekk
  • 2 msk súrsað grænmeti (t.d. pikklaður rauðlaukur, sjá uppskrift annars staðar á síðunni)
  • 2 msk skorinn graslaukur
  • smá olía til steikingar
  • salt

Aðferð:

  1. Steikið rósakálið á pönnu í olíu og rifnum hvítlauk. Þegar það er byrjað að brúnast, saltið þá og setjið á disk. Bætið við hvítlauksmajónesi, sýrðu grænmeti og graslauk.
  2. Skreytið með basillaufum og fínt skorinni rauðri papriku.

Hvítlauksmajónes

  • 2 hvítlauksrif, rifin
  • ¼ bolli matarolía
  • 1 bolli majónes
  • smá salt

Aðferð:

  1. Steikið hvítlaukinn í olíunni og setjið svo í blandara. Bætið við majónesi og smásalti og blandið áfram.
Ásdís Ásgeirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert