Bananar - grænir, gulir og brúnir! Við höfum ekki tölu á hversu mörgum bognum ávöxtum við höfum hent í gegnum ævina. Krakkarnir á heimilinu góla yfir brúnum banönum og neita að borða þá, en þannig finnst öðrum þeir bestir út í boost og kökur.
Til að lengja líftíma banana er stórgott ráð að vefja smávegis af plastfilmu utan um stöngulinn sjálfan. Það ætti að gefa þeim 3-5 daga lengri líftíma áður en þeir verða brúnleitir og byrja að mýkjast.