Svona kökur eru ómissandi í hverri viku, eða í það minnsta aðra hverja. Kakan er með bláberjum, súkkulaði og möndluflögum sem setja algjörlega punktinn yfir i-ið. Bláberjamáni sem þessi er kannski upplagður desert til að taka með í jólaboð og bera fram með ís eða þeyttum rjóma – pæling!
Ómótstæðilegur bláberjamáni (fyrir 6-8)
- 150 g mjúkt smjör
- 150 g marsípan
- 100 g sykur
- ½ tsk vanilluduft
- 4 egg
- 125 g hveiti
- 1 tsk. lyftiduft
- 100 g frosin bláber
- 50 g dökkt súkkulaði
- 2 msk. möndluflögur
Aðferð:
- Þeytið mjúkt smjörið við marsípanið, sykurinn og vanilluduftið þar til blandan verður létt í sér. Bætið eggjunum við og hrærið saman við. Því næst kemur hveitið og lyftiduftið og að lokum bláberin.
- Klæðið smelluform (22 cm) með bökunarpappír og hellið deiginu þar í.
- Bakið við 185° á blæstri, í 35-40 mínútur, eða þar til kakan er bökuð í gegn.
- Þegar kakan hefur kólnað má skreyta hana með súkkulaði og möndluflögum.