Hollur morgunverður sem sprengir í þér bragðlaukana, er það ekki eitthvað sem við viljum ofan á brauð? Það er nefnilega alls ekkert samasem merki á milli þess að hollt sé óspennandi – alveg þveröfugt í þetta skiptið. Megum við bjóða ykkur góðan daginn með avocado, spínati, truffluolíu og parmesan ofan á súrdeigsbrauð?
Bragðlaukssprengja í morgunmat (fyrir 4)
- 2 þroskaðir avocado
- ½ sítróna
- Salt og pipar
- 50 g spínat
- ¼ búnt púrrulaukur
- ¼ dillbúnt
- 50 g parmesan
- 4 súrdeigsbrauðsneiðar
- Truffluolía
Aðferð:
- Maukið avocado með gaffli og kreistið sítrónusafa yfir. Smakkið til með salti og pipar.
- Blandið saman í skál spínati, púrrulauk og dilli. Rífið niður nokkrar breiðar parmesan-flögur og blandið saman við salatið.
- Ristið brauðið.
- Dreifið avocado-blöndunni á brauðið og setjið salatið þar ofan á. Dreypið truffluolíu yfir sneiðarnar og jafnvel smá meira af kryddjurtunum ef vill.