Carpaccio með sveppum og tómatsalsa – það er eitthvað sem mun falla vel í kramið hjá gestum og gangandi. Og ofan í kaupið þá tekur það enga stund að græja og er ofur einfalt í framkvæmd. Það eru sem sagt bara plúsar en engir mínusar í þessari uppskrift.
Ofureinfalt sveppa-carpaccio (fyrir 4)
- 250 g sveppir
- 2 msk. ferskur sítrónusafi
- 1 rauður chili
- 2 tómatar
- Fersk basilika
- 1 msk. balsamik
- 3 msk. ólífuolía
- Salt og pipar
- Nýrifinn Prima Donna-ostur
Annað:
Aðferð:
- Skolið og hreinsið sveppina og skerið þá í mjög þunnar sneiðar.
- Hellið helmingnum af sítrónusafanum á diskinn sem þú ætlar að bera réttinn fram á. Leggið sveppasneiðarnar á diskinn og restina af sítrónusafanum þar yfir.
- Tómatsalsa: Skerið chili, tómata og basiliku fínt. Blandið balsamik, ólífuolíu salti og pipar saman við tómatblönduna.
- Leggið tómatsalsað ofan á sveppina og rífið Prima Donna þar yfir. Skreytið með basiliku-blöðum.
- Berið sveppa-carpaccio fram með góðu brauði.