Besti beikonkjúlli ketó-unnandans

Við slefum yfir þessum kjúklingarétti svo ekki sé meira sagt.
Við slefum yfir þessum kjúklingarétti svo ekki sé meira sagt. mbl.is/Kat Wirsing

Leyndardómurinn á bak við þessa uppskrift er að kjúklingurinn matreiðist upp úr beikonfitu sem gefur kjúklingnum þetta auka bragð sem erfitt er að standast.

Besti beikonkjúlli ketó-unnandans (fyrir 4)

  • 4 beikon sneiðar
  • 700 g kjúklingalæri
  • Kosher-salt
  • Pipar
  • 1 lítill rauðlaukur
  • 230 g sveppir
  • 1 lítið búnt timían
  • ¾ bolli kjúklingakraftur
  • ¾ bolli rjómi
  • 1/3 bolli ferskur parmesan
  • Safi úr ½ sítrónu
  • Steinselja til að skreyta

Aðferð:

  1. Steikið beikon á pönnu þar til það er orðið stökkt. Setjið sneiðarnar á eldhúsrúllu og skiljið eftir 2 msk. af fitunni á pönnunni.
  2. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. Hafið pönnuna á miðlungshita og leggið kjúklinginn á pönnuna og látið skinnið snúa niður á við. Steikið í sirka 5 mínútur og snúið þá við og steikið í 5 mínútur til viðbótar. Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið til hliðar.
  3. Steikið laukinn á pönnunni og því næst koma sveppirnir út á – saltið og piprið. Bætið því næst kjúklingakraftinum, rjómanum, ostinum, timían og sítrónusafa og leyfið að malla í 5 mínútur.
  4. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna og leyfið að malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan hefur þykknað, um 10 mínútur.
  5. Skerið beikonið í bita og stráið yfir réttinn áður en hann er borinn fram.
mbl.is/Kat Wirsing
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert