Alls ekki henda hvítlaukshýðinu

Hvítlaukshýði er fullt af næringarefnum og frábært í matargerð.
Hvítlaukshýði er fullt af næringarefnum og frábært í matargerð. mbl.is/Ana Pelaez/Getty Images

Við erum ein af þeim sem eigum alltaf til hvítlauk í ísskápnum, og jafnvel of mikið af honum. Enda eitt af þeim hráefnum sem þurfa að vera til taks þegar galdra á gómsætan rétt við eldavélina. Hvítlaukshýði er fullt af A- og C-vítamíni og því full ástæða til að leyfa því að fylgja með þegar við á.

Ef þú ert að fara að gera sósu sem þú ætlar hvort eð er að sigta, leyfðu þá hýðinu að fylgja með sem þú sigtar svo frá. Eins er gott að setja hvítlauksrif í heilu lagi í skúffuna með ofnsteiktu grænmeti og kjöti.

Sumir kokkar saxa líka hýðið niður í mortéli og setja út í brauðdeig til að leggja áherslu á hvítlauksbragðið og bæta við góðum næringarefnum, ekki svo galin hugmynd það. Það má líka frysta hvítlaukshýði og nota seinna sem kraft í sósur - ráð fyrir þá allra hörðustu á móti matarsóun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert