Rjómakennd súpa með brokkolí

Við erum meira en til í þessa girnilegu súpu.
Við erum meira en til í þessa girnilegu súpu. mbl.is/Tasteofhome.com

Það hafa eflaust einhverjir landar tileinkað sér spennandi matarvenjur á nýju ári. Fyrir ykkur og alla aðra kemur hér ein girnilegasta súpu uppskrift sem við höfum lengi séð. Enda erfitt að standast rjómakennda súpu í brauði. Þá er alveg á hreinu hvað við munum bjóða upp á í hádegismat um helgina.

Rjómakennd súpa með brokkolí

  • ¼ bolli smjör
  • ½ bolli laukur, smátt skorinn
  • 2 hvítaluksrif, marin
  • 4 bollar brokkolí
  • 1 stór gulrót, smátt skorin
  • 3 bollar kjúklingasoð (kraftur frá Knorr)
  • 2 bollar matreiðslurjómi
  • 2 lárviðarlauf
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. múskat
  • ¼ tsk. pipar
  • ¼ bolli. maizena-mjöl
  • ¼ bolli vatn eða meira kjúklingasoð
  • 2½ bolli rifinn cheddar ostur
  • 6 litlir brauðhleifar (val)

Aðferð:

  1. Hitið smjör í potti á meðalhita. Steikið lauk og hvítlauk í 6-8 mínútur. Bætið við brokkolí, gulrót, soði, rjóma og kryddum (lárviðarlauf, salt, pipar, múskat). Leyfið þessu að malla þar til grænmetið er orðið mjúkt, 10-12 mínútur.
  2. Blandið saman maizena-mjöli og vatni og setjið út í súpuna. Látið suðuna koma upp og hrærið í á meðan þar til súpan byrjar að þykkna, 1-2 mínútur. Fjarlægið lárviðarlaufin úr súpunni og bætið ostinum út í.
  3. Skerið toppinn af brauðinu og gerið það holt að innan, skiljið samt eftir „góðan vegg“ innan í brauðinu. Fyllið brauðið af súpu og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert