Pítsan sem þú munt eingöngu vilja hér eftir

Holla útgáfan af ljúffengri pizzu.
Holla útgáfan af ljúffengri pizzu. mbl.is/Skovdal Nordic

Við pössum kannski upp á línurnar en hættum aldrei að borða pítsu, enda geta þær verið hollar og góðar eins og þessi sem við erum að bjóða upp á. Hér er ekkert löðrandi í pítsusósu því botnarnir eru smurðir með sýrðum rjóma og það er salat með á kantinum.

Pítsan sem þú munt eingöngu vilja hér eftir

  • Pítsudeig (nægilegt í tvær þunnar pizzur)
  • 200 g sýrður rjómi, 18%
  • 1 msk. hveiti
  • 8 beikonsneiðar, léttsteiktar
  • 1 rauðlaukur
  • Vorlaukur
  • 100 g fetakubbur eða fetaostur með kryddi
  • 4 msk. graslaukur

Salat:

  • 300 g blandað salat
  • 200 g cherry-tómatar
  • 200 g fetakubbur eða fetaostur með kryddi

Aðferð:

  1. Stilltu ofninn á hæstu stillingu og settu tvær bökunarplötur þar inn.
  2. Skiptið pizzadeiginu í tvennt og rúllið út hvorum helmingi fyrir sig þannig að botnarnir verði mjög þunnir. Smyrjið með sýrðum rjóma.
  3. Takið bökunarplöturnar úr ofninum þegar þær eru orðnar vel heitar og stráið örlitlu af hveiti yfir.
  4. Setjið því næst botnana strax á plöturnar og dreifið yfir þær beikoni, rauðlauk og vorlauk – og setjið strax aftur inn í ofn.
  5. Bakið pizzurnar í 8-12 mínútur þar til botnarnir eru bakaðir í gegn.
  6. Dreifið fetakubbi og graslauk yfir pizzurnar áður en þær eru bornar fram.
  7. Blandið saman salati, tómötum og fetakubbi og berið fram með pizzunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert