Þetta er alls ekkert flókið, því þessi girnilega ídýfa mun fara á „uppáhalds-listann“ frá og með núna. Hér eru einungis fimm hráefni að vinna saman og útkoman er upp á tíu. Það má vel skipta út majónesinu með sýrðum rjóma eða grískri jógúrt fyrir þá sem það vilja en við mælum með majó í þessu tilviki.
Ídýfan sem slær alls staðar í gegn
- Vorlaukur, saxaður
- 230 g cheddar-ostur, rifinn
- 1½ bolli majónes
- ½ bolli beikon, steikt og saxað niður
- ½ bolli möndluflögur eða niðurskornar möndlur
Aðferð:
- Setjið öll hráefnin í skál og blandið vel saman.
- Geymið í ísskáp í minnsta kosti 2 tíma áður en ídýfan er borin fram.
Allt sem til þarf í girnilega ídýfu.
mbl.is/Therecipecritic.com
Slengið þessari strax á borðið!
mbl.is/Therecipecritic.com