Morgunverður fyrir meistara

Við erum til í þessa girnilegu samsetningu.
Við erum til í þessa girnilegu samsetningu. mbl.is/Therecipecritic.com

Það er ekki annað hægt en að hlakka til að vakna á morgnana við morgunverð sem þennan. Ef þú elskar mat með mexíkósku ívafi er þetta eitthvað fyrir þig því það gerist eitthvað dásamlegt hjá bragðlaukunum þegar egg, avocado og jalapenjo mætast.

Morgunverður meistarans

  • 8 egg
  • ½ tsk. flögusalt, t.d. Maldon eða frá Saltverk
  • ¼ tsk. svartur pipar
  • ¼ tsk. broddkúmen
  • 1/8 tsk. cayenne-pipar
  • ¼ bolli kóríander, saxað
  • 1 dós svartar baunir
  • 1 avocado
  • 1 tómatur, skorinn í litla bita
  • 115 g jalapenjo-ostur, skorinn í bita

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°.
  2. Blandið saman eggjum, salti, pipar, broddkúmin og cayenne-pipar.
  3. Spreyið bollakökuform með bökunarspreyi.
  4. Setjið svartar baunir, kóríander, avocado, tómata og jalapenjo-ost í formin og hellið eggjunum yfir þannig að það fylli ¾ af forminu.
  5. Bakið í 22-25 mínútur. Bökurnar munu blása upp en falla þegar þú tekur þær úr ofninum.
  6. Skreytið með aðeins meiri avocado og berið fram – eða setjið í frysti til að geyma þar til seinna.

Aðrar hugmyndir að hráefnum:

  • Skinka, laukur, cheddar og papríka
  • Spínat, sveppir og cheddar
  • Svartar baunir, chili og cheddar
Hráefnið sem til þarf í bragðgóðan morgunverð.
Hráefnið sem til þarf í bragðgóðan morgunverð. mbl.is/Therecipecritic.com
Snilldin ein að nota bollakökuform í fleira en mjúkar múffur.
Snilldin ein að nota bollakökuform í fleira en mjúkar múffur. mbl.is/Therecipecritic.com
Hversu girnilegt!
Hversu girnilegt! mbl.is/Therecipecritic.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert