Gott og girnilegt á tíu mínútum

Falleg litablanda í girnilegum morgunverði.
Falleg litablanda í girnilegum morgunverði. mbl.is/Sidsel Jensine Kristensen Worm

Fljótlegt, auðvelt og girnilegt á einu bretti. Hér erum við með útfærslu af dásemdarrétti sem passar eiginlega inn í allar máltíðir dagsins. Hann getur bæði virkað sem morgunverður, hádegis- eða kvöldmatur. Allt í eitt fat og inn í ofn, og því lítið sem ekkert uppvask – alveg að okkar skapi.

Gott og girnilegt á 10 mínútum (fyrir 2)

  • 4 egg
  • 8-10 aspas
  • 1 pakki beikon
  • Smjör eða olía

Aðferð:

  1. Hitið ofninnn í 200°.
  2. Smyrjið stórt fat eða ofnskúffu með smjöri.
  3. Leggið beikon og aspas í fatið og inn í ofn. Steikið þar til beikonið er næstum tilbúið. Bætið þá eggjunum út á og aftur inn í ofn þar til eggin eru tilbúin.
  4. Berið fram og skreytið jafnvel með basiliku og cherry-tómötum.
Bætið við cherry-tómötum og ferskri basiliku til að fullkomna máltíðina.
Bætið við cherry-tómötum og ferskri basiliku til að fullkomna máltíðina. mbl.is/Sidsel Jensine Kristensen Worm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka