Þýskt upptökulið mætt til að fylgjast með strákunum

Þýska kvikmyndatökuliðið að störfum.

Það styttist í Bocuse d´Or-keppnina en liðið fór út í gær og munum við að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála. Það er Þráinn Freyr Vigfússon sem sjálfur hefur keppt á Bocuse d´Or sem fer fyrir hópnum og sendir okkur daglegar uppfærslur líkt og um dagbók væri að ræða.

Þýska kvikmyndatökuliðið að störfum.
Þýska kvikmyndatökuliðið að störfum. mbl.is/Þráinn Freyr
Dagur 1:
Íslenska Bocuse d´Or teymið lagði af stað til Frakklands í gærmorgun klukkan sjö. Lent var í París klukkan tólf að staðartíma. Þegar þangað var komið skiptist hópurinn niður, annarsvegar var keyrt á bíl til Lyon með allan farangur og hráefni fyrir keppnina. Restin tók svo lestina til að komast sem fyrst á hótelið. Þegar komið var til Lyon var tekið á móti fraktinni sem fór frá Keflavík fyrr í vikunni og við tók frágangur og byrjað var að stilla upp í salnum sem liðið hefur aðstöðu af á hótelinu til að undirbúa fyrir keppnina. Borðað var á veitingastaðnum á hótelinu eftir langan ferðadag. Næstu daga tekur svo við frekari undirbúningur og tiltekt hjá liðinu. Ísland keppir á fyrri degi þann 29. janúar og eru sjöunda eldhúsið þann daginn.
Dagur 2:
Annar dagur íslenska Bocuse D'or liðsins í Frakklandi hófst á allsherjar skipulagningu. Allt var tekið úr kistum og raðað ofan í rétta dalla og hillur eftir ýtarlegum kerfislista sem liðið hefur unnið í á æfingatímabilinu. Þýskt upptökulið mætti síðan á hótelið og mun fylgja strákunum fram að keppni fyrir heimildaefni sem kemur út í [Þ]ýskalandi á næstu árum. [E]ftir ljúffengan hádegissnæðing var haldið áfram uppstillingu. Liðið hélt svo bóndadaginn hátíðlegan með kvöldverði á Brasserie George.
mbl.is/Þráinn Freyr
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka