Kakan sem sendir þig í annan heim

Halló girnilegasta kaka ársins.
Halló girnilegasta kaka ársins. mbl.is/Frederikke Wærens

Það er eitthvað rosalegt sem kemur fyrir bragðlaukana þegar þessi bomba læðist inn fyrir varirnar. Þessa köku er erfitt að standast og við eigum að láta það eftir okkur að smakka. Hér ræðir um brownie með poppkorns-súkkulaðifyllingu og dökku súkkulaði. Halló unaðsbomba!

Kakan sem sendir þig í annan heim

Brownie:

  • 100 g smjör
  • 2 egg
  • 175 g sykur
  • 50 g hveiti
  • 1 msk. vanillusykur
  • ½ tsk. lyftiduft
  • 2 msk. kakó

Annað:

  • 300 g mjólkursúkkulaði
  • 50 g smjör
  • 24 g poppkorn
  • 50 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Brownie: Bræðið smjörið og leyfið því aðeins að kólna.
  2. Þeytið sykur og egg þar til blandan verður ljós og létt. Setjið þurrefnin út í blandið varlega saman. Setjið smjörið út í og þeytið saman. Hellið deiginu í bökunarform (21x21 cm) klætt bökunarpappír og bakið við 175° í 30 mínútur.
  1. Bræðið mjólkursúkkulaði og smjör í potti við vægan hita. Blandið poppkorni í pottinn og dreifið blöndunni yfir nýbakaða brownie-botninn. Ýtið poppinu vel niður í kökubotninn.
  2. Bræðið dökka súkkulaðið og dreypið yfir kökuna.
  3. Setjið kökuna í kæli þar til súkkulaðið hefur storknað og berið síðan fram.
Poppblöndunni er smurt á brownie-botninn.
Poppblöndunni er smurt á brownie-botninn. mbl.is/Frederikke Wærens
mbl.is/Frederikke Wærens
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert