Blómkál og sveppir eru frábært kombó og smakkast alveg dásamlega vel, sérstaklega ristað í ofni eins og við sjáum hér. Stökkur hafrabotn í böku sem þú munt alveg örugglega gera aftur og aftur – svo góð er hún. Það er næstum óhætt að fullyrða að hér sé besta blómkálsbaka í heimi, þar til annað kemur í ljós.
Blómkálsbaka sem þú verður að smakka
- 1 blómkálshaus
- 250 g sveppir
- 1 laukur
- 1 msk ólífuolía
- salt og pipar
- 5 egg
- 1 dl mjólk
- handfylli ferskt timían
- 25 g parmesan
Tertubotn:
- 250 g haframjöl
- 1 tsk salt
- 1 egg
- 1 eggjahvíta
- ½ dl ólífuolía
- ½ dl vatn
- 1 tertuform
Aðferð:
- Hitið ofninn á 220°.
- Skerið blómkál og sveppi í sneiðar. Skerið einnig laukinn í þunnar sneiðar og dreifið öllu á bökunarplötu með bökunarpappír. Dreifið ólífuolíu yfir og saltið. Bakið í ofni í 25 mínútur, þar til grænmetið er orðið fallega gyllt.
- Tertubotn: Blandið hafragrjóni og hveiti saman í matvinnsluvél, þar til blandan verður mjög fín. Bætið við salti, eggi, eggjahvítu og olíu og blandið vel saman í deig. Bætið vatni smátt út í þar til deigið verður mjúkt og meðfærilegt. Rúllið því út á milli tveggja arka af bökunarpappír og setjið varlega yfir í tertuformið. Notið gaffal til að stinga í deigið og bakið við 220° í ofni í 10 mínútur.
- Pískið egg og mjólk saman, salt, pipar og 1 msk. af fínsöxuðu timían. Dreifið bökuðu grænmetinu og sveppunum á tertubotninn og hellið eggjablöndunni yfir. Dreifið parmesan yfir og inn í ofn í 15 mínútur, eða þar til eggjamassinn er bakaður.
- Skreytið með timían og berið fram.