Júlía Margrét Alexandersdóttir
Einn þekktasti pastaréttur Sikileyjar er pasta alla Norma. Upprunalega uppskriftin samanstendur af makkarónum, eggaldini, tómötum, ricotta salata-osti og basilíku. Nafn réttarins er talið tilkomið þannig að þegar ítalski rithöfundurinn Nino Martoglio á að hafa smakkað þessa samsetningu hafi hann líkt henni við Normu – óperu Vincenzo Bellini.
Aðferð:
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka í söltuðu vatni. Hellið vatninu af og skellið pastanu aftur í pottinn.
Hitið olíu á stórri pönnu við miðlungshita og mýkið lauk, hvítlauk og mulinn chili-piparinn í um 5 mínútur.
Bætið eggaldini við á pönnuna, saltið vel og piprið og kryddið með oregano ef vill, steikið í um 8 mínútur, bætið nokkrum msk. af vatni á pönnuna ef grænmetið fer að brenna.
Blandið tómötum, tómatþykkni og ¼ bolla af vatni saman við, náið upp suðu og látið malla áfram í um 5 mínútur. Blandið þá basilíkunnni og sósunni saman við pastað í pottinum og hitið örlítið ef þarf. Setjið ricotta-ost yfir hvern skammt og skreytið með basilíku.