Erum við mögulega að sjá nýjung sem gæti leyst föstudagspizzu af hólmi? Það má í það minnsta prófa þessa girnilegu smjördeigsböku með osti og marineruðu grænmeti, því girnileg er hún. Hér er tilvalið að nota paprikur í öllum litum til að fá fallega litapallettu á bökuna sem gleður augað.
Ostaunaður með marineruðu grænmeti
Tertudeig:
- Smjördeig
- 250 g ricotta
- 100 g mjúkur geitaostur
- 1 egg
- Rifinn sítrónubörkur af ½ sítrónu
Fylling:
- 2 paprikur
- 2-3 vorlaukar
- 1 kúrbítur
- 2 msk. sítrónusafi
- ½ dl ólífuolía
- Rifinn parmesan
- Kryddjurtir að eigin vali
Aðferð:
- Rúllið smjördeiginu út á bökunarpappír á bökunarplötu.
- Hrærið ricotta, geitaosti, eggi og sítrónuberki saman og smyrjið á deigið, sirka 2 cm frá kanti.
- Bakið deigið í 16 mínútur við 210°.
- Skerið paprikuna í þunna strimla og rífið vorlaukinn í strimla. Skrælið kúrbítinn niður í langa strimla. Veltið grænmetinu upp úr ólífuolíu og sítrónusafa og látið standa í 10 mínútur.
- Dreifið grænmetinu yfir botninn og stráið timían og parmesan yfir.
- Bakið í 6 mínútur þar til osturinn hefur bráðnað.
- Dreifið kryddjurtum yfir eftir smekk og berið fram strax.