Bestu snúðar sem þú munt smakka

Ómótstæðilegir snúðar!
Ómótstæðilegir snúðar! mbl.is/TheFoodClub

Nýbakaðir brauðsnúðar með nóg af smjöri og kanil voru að koma úr ofninum. Það verður að segjast að við sýnum veikleikamerki þegar slíkar kræsingar lenda á borðinu og ekki lengi að grípa einn til að smakka. Hér er uppskrift að fléttuðum súrdeigssnúðum – en ef þú átt ekki súrdeig er ekkert mál að sleppa því, bara ekki sleppa því að baka.

Fléttaðir súrdeigssnúðar (ca. 12 stk.)

Deig:

  • 20 g ger
  • 3 msk. súrdeig
  • 3 dl mjólk
  • 1 egg
  • 75 g sykur
  • Salt á hnífsoddi
  • 10 g kardimommur
  • 650-700 g hveiti
  • 100 g smjör

Kremfylling:

  • 125 g mjúkt smjör
  • 3-4 tsk. kanill
  • 125 g sykur

Aðferð:

  1. Setjið ger í hrærivélaskál ásamt súrdeigi og mjólk og hrærið gerið út. Bætið við eggi, sykri, salti og kardimommu og hrærið aftur í.
  2. Bætið hveiti í smátt og smátt og passið að deigið verði ekki of þurrt. Hnoðið í um 5 mínútur og setjið þá litla smjörbita út í. Hrærið áfram í 3-4 mínútur. Deigið á að vera laust frá skálinni og vera létt í sér. Látið hefast á heitum stað í 1-2 tíma.
  3. Hrærið á meðan í kremfyllinguna  smjör, kanil og sykur saman.
  4. Þegar deigið hefur tekið sig, sáldrið þá hveiti á borðið og rúllið deiginu út í ferning 30x45 cm.
  5. Smyrjið kreminu jafnt á deigið. Brjótið einn þriðja af deiginu inn að miðju og hina hliðina inn á fyrsta hlutann – þannig að deigið verði í þreföldu lagi. Rúllið þá deiginu lauslega út aftur. Skerið í 12 strimla (30 cm langar og 2,5 cm breiðar). Snúið upp á strimlana og gerið nettan hnút.
  6. Leggið á bökunarplötu með bökunarpappír og penslið með pískuðu eggi.
  7. Bakið við 200° í 12 mínútur.
mbl.is/TheFoodClub
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert