Megum við freista ykkar með draumkenndri súkkulaðikexköku – skreyttri með hnetum og kirsuberjum? Hér bjóðum við upp á eina með öllu sem þig dreymir um að smakka í dag.
Súkkulaðidraumur með aukasúkkulaði
Botn:
- 100 g smjör, bráðið
- 200 g Lu Bastogne-kex
Súkkulaði-Nutella-krem:
- 200 g dökkt súkkkulaði
- 200 g Nutella
- 1¾ dl rjómi
- 2 msk. hunang
- Salt á hnífsoddi
- 50 g þurrkuð kirsuber
Skraut:
- 25 g heslihnetur
- Ca. 200 g kirsuber (má sleppa eða skipta út með plómuskífum)
- Ætilegt gullglimmer
Aðferð:
Botn:
- Hitið ofninn í 180°. Bræðið smjörið og notið smávegis af því til að smyrja tertumót (með lausum botni, um 22 cm).
- Hakkið kexið þar til það verður eins og grófur sandur og blandið því saman við smjörið. Þrykkið kexmulninginn í botninn á tertuforminu og upp með hliðunum. Bakið fyrir miðjum ofni í 15 mínútur þar til kakan hefur tekið lit. Kælið kökuna.
Súkkulaði-Nutella-krem:
- Bræðið súkkulaðið og Nutella yfir vatnsbaði. Hitið rjómann, hunang og salt að suðu og hellið yfir í súkkulaðiblönduna. Hrærið með lítilli sleif inn í miðju blöndunnar þar til hún verður þykkari og glansandi.
- Hakkið þurrkuðu kirsuberin gróflega og bætið þeim út í. Smyrjið kreminu á kökuna.
Skraut:
- Hitið heslihneturnar í ofni við 200° í 10 mínútur. Leggið því næst hneturnar á hreint viskastykki og nuddið hýðið af.
- Hakkið hneturnar gróflega og dreifið yfir kökuna.
- Setjið kökuna í kæli í nokkra tíma, þar til kremið hefur jafnað sig. Berið fram með ferskum kirsuberjum og jafnvel glimmeri.
Súkkulaði, kex og aðeins meira súkkulaði – já takk.
mbl.is/Stine Christiansen