Súkkulaðidraumur með aukasúkkulaði

mbl.is/

Megum við freista ykkar með draumkenndri súkkulaðikexköku – skreyttri með hnetum og kirsuberjum? Hér bjóðum við upp á eina með öllu sem þig dreymir um að smakka í dag.

Súkkulaðidraumur með aukasúkkulaði

Botn:

  • 100 g smjör, bráðið
  • 200 g Lu Bastogne-kex

Súkkulaði-Nutella-krem:

  • 200 g dökkt súkkkulaði
  • 200 g Nutella
  • 1¾ dl rjómi
  • 2 msk. hunang
  • Salt á hnífsoddi
  • 50 g þurrkuð kirsuber

Skraut:

  • 25 g heslihnetur
  • Ca. 200 g kirsuber (má sleppa eða skipta út með plómuskífum)
  • Ætilegt gullglimmer

Aðferð:

Botn:

  1. Hitið ofninn í 180°. Bræðið smjörið og notið smávegis af því til að smyrja tertumót (með lausum botni, um 22 cm).
  2. Hakkið kexið þar til það verður eins og grófur sandur og blandið því saman við smjörið. Þrykkið kexmulninginn í botninn á tertuforminu og upp með hliðunum. Bakið fyrir miðjum ofni í 15 mínútur þar til kakan hefur tekið lit. Kælið kökuna.

Súkkulaði-Nutella-krem:

  1. Bræðið súkkulaðið og Nutella yfir vatnsbaði. Hitið rjómann, hunang og salt að suðu og hellið yfir í súkkulaðiblönduna. Hrærið með lítilli sleif inn í miðju blöndunnar þar til hún verður þykkari og glansandi.
  2. Hakkið þurrkuðu kirsuberin gróflega og bætið þeim út í. Smyrjið kreminu á kökuna.

Skraut:

  1. Hitið heslihneturnar í ofni við 200° í 10 mínútur. Leggið því næst hneturnar á hreint viskastykki og nuddið hýðið af.
  2. Hakkið hneturnar gróflega og dreifið yfir kökuna.
  3. Setjið kökuna í kæli í nokkra tíma, þar til kremið hefur jafnað sig. Berið fram með ferskum kirsuberjum og jafnvel glimmeri.
Súkkulaði, kex og aðeins meira súkkulaði – já takk.
Súkkulaði, kex og aðeins meira súkkulaði – já takk. mbl.is/Stine Christiansen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert