Kjúklingarétturinn sem þú þarfnast

Svona réttur þarf að vera í það minnsta einu sinni …
Svona réttur þarf að vera í það minnsta einu sinni í viku. mbl.is/Erika Lapresto

Við þurfum á einum svona rétti að halda í hverri viku. Uppskrift sem tekur ekki allan daginn að græja og er einstaklega bragðgóð. Kjúklingalæri með hrísgrjónum og heimagerðu pestói búið til úr brokkolí, en slíka útfærslu af pestói sjáum við ekki oft á disknum okkar.

Einfaldur kjúklingaréttur með pestó

  • 1 bolli hrísgrjón
  • 2 brokkolíhausar
  • 1 bolli fersk basilika
  • ½ bolli ólífuolía
  • ¼ bolli nýrifinn parmesan
  • ¼ bolli möndlur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tsk. kosher-salt eða álíka
  • 8 kjúklingalæri
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum og útbúið pestó á meðan.
  2. Pestó: Takið helminginn af brokkolíinu frá og setjið í matvinnsluvél ásamt basiliku og ólífuolíu. Bætið síðan parmesan, möndlum, hvítlauk og kosher-salti við. Blandið vel saman.
  3. Takið fram stóra pönnu og hitið á meðalhita með smávegis af olíu. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar og setjið á pönnuna. Steikið þar til tilbúinn um 10-12 mínútur á hvorri hlið og leggið til hliðar á disk.
  4. Setjið soðnu hrísgrjónin út á pönnuna og veltið þeim upp úr kjúklingasafanum. Leggið kjúklinginn aftur á pönnuna ásamt restinni af brokkolíinu.
  5. Dreifið brokkolí og pestó yfir og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert