Lúxusnautasteik með kartöflugratíni

mbl.is/Einn, tveir og elda

Það þarf ekki að vera flókið að elda hágæðaveislumáltíð. Hér er uppskrift sem erfitt er að klúðra nema þið takið upp á því að ofelda kjötið. Það er harðbannað eins og þið vitið og munið að láta blessað kjötið hvíla. 

Þessi uppskrift er úr smiðju Einn, tveir og elda en við komum seint að tómum kofunum hjá þeim þegar kemur að lúxusmat og almennum huggulegheitum.

Lúxusnautasteik með kartöflugratíni og strengjabaunum

-fyrir tvo-

  • Tvær 200 gr. nautasteikur (lund er langbest) 
  • 300 g forsoðnar kartöflur
  • 100 g strengjabaunir
  • 250 ml matreiðslurjómi
  • 1 kjúklingakraftsteningur 
  • 1 tsk. hvítlauksduft
  • Salt, pipar og olía

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C og stillið á undir- og yfirhita. Gott er að láta steikurnar hvíla við stofuhita í 1-2 klst. áður en þær eru eldaðar 
  2. Kryddið steikurnar með salti og pipar.
  3. Skerið kartöflurnar í bita og setjið í eldfast mót, dreifið hvítlauksdufti, salti og pipar yfir þær
  4. Hitið rjómann í potti að suðu ásamt kjúklingakraftinum og sjóðið hann niður. Hellið honum síðan yfir kartöflurnar og stráið rifnum osti yfir, bakið gratínið í ofni í um það bil 15-20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.
  5. Steikið nautakjötið á vel heitri pönnu upp úr olíu eða smjöri þar til það hefur náð góðum lit á öllum hliðum. Færið steikurnar síðan í eldfast mót og bakið í um það bil 10-15 mínútur.
  6. Sjóðið strengjabaunirnar í örskamma stund, sigtið þær síðan frá vatninu og steikið uppúr smjöri eða olíu í 1-2 mínútur, kryddið með salti og pipar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka