Ég hef verið að gera tilraunir með salsa-sósur að undanförnu og sú sem ég er hvað hrifnust af í augnablikinu er Green Mountain Gringo-sósan sem er eins "orginal" og kostur er á en hún fæst í Hagkaup. Engin viðbætt efni, bara vel þroskaðir tómatar og almenn huggulegheit. Gerði svo svakalega „eðlu“ úr henni fyrir Super Bowl á dögunum að hún fékk nafnið Risaeðlan og ég set inn þá uppskrift á næstu dögum. Þessari uppskrift varð ég líka svakalega hrifin af en þetta er tilbrigði við hina klassísku „eðlu“ sem kenna má við Texas.
Texas-eðlan ógurlega
- 1 krukka Green Mountain Gringo salsa – þær eru til í þremur styrkleikaflokkum og ég notaði þá sterkustu – sem er gott bit í.
- 120 ml mjólk
- 1 msk. smjör
- 450 g rifinn ostur
- 1 tsk. hvítlauksduft
Aðferð:
- Setjið mjólkina og smjörið í pott og hitið upp. Þegar smjörið er bráðnað skal bæta ostinum saman við. Hrærið vel i.
- Setjið næst salsasósuna og hvítlauksduftið.
- Hrærið uns blandað. Setjið þá í fallegt mót og berið fram.
- Ég prófaði reyndar að setja blönduna í huggulegt steypujárnsform og svo setti ég örlítinn rifinn ost ofan á og skellti í ofninn – á grillið til að bræða ostinn af gömlum vana. Kosturinn við að bera ídýfuna fram í heitu formi er að það tryggir að hún helst heit lengur, en allir sérfræðingar í ídýfuáti vita að það er kostur.
mbl.is/Green Mountain Gringo