Flest höfum við heyrt talað um hið goðsagnakennda ástand að komast í ketósu. En hvernig í ósköpunum kemst maður í slíkt ástand og hvernig veit maður að því er náð?
Við spurðum sjálfan Gunnar Má Sigfússon, höfund metsölubókarinnar um ketó, sem var ekki lengi að svara því:
„Á keto mataræði skiptirðu um orkugjafa fyrir frumur líkamans. Þær hætta að ganga á sykri (glúkósa) og fara þess í stað að ganga á ketónum Það er lif[r]in sem vinnur ketóna frá fitufrumum líkamans og færir þær út í blóðið fyrir aðrar frumur að nýta sem orku. Þegar þetta gerist kallast það að vera í ketósu.“