Þessar mjúku kjúklinga-pestó bollur munu slá í gegn við matarborðið. Hér eru ekki mörg hráefni við höndina en rétturinn er engu að síður bragðmikill. Tilvalið að tvöfalda uppskriftina og setja í frysti til að eiga á þeim dögum þegar lítill tími gefst til að elda.
Frábærar kjúklingabollur
- 180 g spaghetti
- ¼ bolli brauðrasp
- 2 msk. pestó
- 2 msk. parmesan
- 1 tsk. hvítlaukssalt
- 450 g kjúklingahakk
- 1-1½ marinara-sósa
- ¼ bolli vatn
- Fersk basilika og aðeins meira af parmesan ef þess er óskað
Aðferð:
- Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum.
- Takið fram stóra skál og blandið saman brauðraspi, pestó, osti og hvítlaukskryddi. Bætið kjúklingahakkinu út í og mótið í litlar bollur. Kjúklingahakk liggur kannski ekki á lausu en þá er annaðhvort hægt að hakka kjúklinginn í þar til gerðri græju eða skera kjötið virikilega smátt.
- Steikið bollurnar á pönnu á meðalhita og snúið við eftir þörfum. Bætið sósunni út í ásamt vatni og leyfið að koma upp að suðu. Lækkið þá hitann og látið malla þar til bollurnar eru steiktar í gegn.
- Berið fram með spaghetti og toppið ef til vill með ferskri basiliku og parmesan-osti.