Ketó meðlætið sem ærir mannskapinn af gleði

Besta snakk í heimi.
Besta snakk í heimi. mbl.is/Therecipecritic.com

Hér er besta útfærslan til að njóta blómkáls – ristað í ofni með parmesan. Það kemur ekkert í stað þessara stökku ostavöfðu blómkálshnappa sem eru eins einfaldir í framkvæmd og mögulegt er.

Ristað blómkál með parmesan

  • Blómkálshaus
  • 2 msk. ólífuolía
  • ¾ tsk. kosher-salt
  • Pipar
  • ½ bolli parmesan-ostur
  • 2 tsk. fersk steinselja

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°.
  2. Skerið blómkálið í litla munnbita og dreifið á bökunarpappír á bökunarplötu.
  3. Dreifið ólífuolíu, salti og pipar yfir og veltið upp úr þar til allt blómkálið er þakið hráefnunum.
  4. Bakið í 20 mínútur og takið þá úr ofni. Hreyfið aðeins við blómkálinu, dreifið parmesan-osti yfir og setjið aftur inn í ofn í 10 mínútur.
  5. Stráið steinselju yfir og berið fram.
mbl.is/Therecipecritic.com
mbl.is/Therecipecritic.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka