Ef þú ert að veltast með hvað eigi að vera í matinn í dag, þá ertu að fara bjóða upp á þetta gómsæta pastasalat. Alls ekkert flókið og alveg svakalega gott. Hér eru öll hráefnin að elska hvert annað og útkoman er þessi.
Kalt pastasalat með ómótstæðilegri dressingu
- 250 g pasta
- 1 bolli tilbúinn kjúklingur
- ½ bolli sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir
- ½ bolli þistilhjörtu
- ½ agúrka, skorin í bita
- ⅓ bolli ólífur
- 2 bollar klettasalat
- ¼ bolli steinselja, smátt söxuð
- 1 avocado, skorið í bita
- ⅓ bolli fetaostur
Dressing:
- 4 msk. rauðvínsedik
- 1½ msk. dijon-sinnep
- ½ tsk. oregano
- 1 tsk. basilika
- 1 hvítlauksrif, marið
- 1-2 tsk. hunang
- ½ bolli ólífuolía
- 3 msk. nýkreistur sítrónusafi
- Sjávarsalt og pipar
Aðferð:
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og skolið undir köldu vatni. Leyfið vatninu að leka af og setjið í stóra skál.
- Setjið kjúklinginn, sólþurrkuðu tómatana, ansjósurnar, gúrkuna, ólífurnar, klettasalatið og steinseljuna út í pastað og blandið vel saman. Ef salatið er ekki borið strax fram má setja það í kæli.
- Dressing: Blandið saman rauðvínsediki, sinnepi, oregano, basil, hvítlauk, salti og pipar og hunangi, ásamt ólífuolíu og sítrónusafa. Blandið mjög vel saman (hristið jafnvel ef þið eigið til ílát með loki). Má gjarnan geyma í kæli.
- Þegar bera á fram salatið má bæta við avocado og fetaosti ásamt dressingunni.
mbl.is/Chelsea´s Messy Apron