Lúxus-lasagna með parmesan- og kotasælufyllingu

mbl.is/Einn, tveir og elda

Lúxus þarf ekki að vera svo flókinn - sérstaklega ekki ef hann er kenndur við Ítalíu og þarlenda matargerð. Þessi lasagna-uppskrift er fremur einföld en osturinn og kotasælufyllingin breyta hefðbundnu lasanga í argasta lúxusfæði á augabragði.

Þessi uppskrift kemur frá Einn, tveir og elda og ef þið nennið ekki að elda hana sjálf þá getið þið auðvitað bara pantað hana beint frá þeim.

Ekta ítalskt lasagna með parmesan- og kotasælufyllingu

Fyrir tvo

  • 400 g nautahakk
  • 8 lasagnaplötur
  • 400 g hakkaðir tómatar (1 dós)
  • 1 msk. tómatpúrra 
  • 1 laukur 
  • 2 hvítlauksgeirar 
  • 1 egg
  • 1 lítil dós af kotasælu
  • 50 g parmesan 
  • 100 g rifinn ostur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C og stillið á blástur
  2. Saxið niður lauk og hvítlauk, steikið laukinn á vel heitri pönnu upp úr 2 msk. af olíu þar til gylltur og mjúkur og takið hann síðan af pönnunni.
  3. Steikið nautahakkið á pönnunni í um það bil 5 mínútur eða þar til það hefur náð góðum lit. Bætið þá hökkuðu tómötunum, tómatpúrrunni og lauknum út á og blandið vel saman.
  4. Pískið eggið í skál, bætið kotasælunni og parmesan-ostinum út í og hrærið öllu vel saman, einnig er sniðugt að blanda þessu saman í matvinnsluvél eða blandara.
  5. Dreifið í eldfast mót hakkblöndunni, lasagna-plötum og hvítu fyllingunni og endurtakið í 2-4 hæðir, fer eftir stærð mótsins. Dreifið rifnum osti yfir allt saman og bakið í ofni í um það bil 30 mínútur. Njótið vel!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert