Veitingastaðurinn Skál í Hlemmi mathöll fékk hina virtu Bib Gourmand-viðurkenningu frá Michelin nú í kvöld.
Bib Gourmand-viðurkenningin er veitt veitingastöðum sem bjóða upp á hágæðamat á sanngjörnu verði. Í umsögn Michelin segir að Skál sé skemmtilegur lítill staður í fyrstu mathöll Íslendinga þar sem er hægt að deila nútímalegum útgáfum af hefðbundnum íslenskum réttum.
Gísli Matthías Auðunsson, kokkur og einn eigenda Skálar sagði í Facebook-færslu í kvöld „Vá !!! Svo þakklátur til allra sem hafa komið að SKÁL. Mig langar að grenja!“
Þess má geta að Gísli Matthías er einnig yfirkokkur og einn eigenda Slippsins í Vestmannaeyjum en sá staður hefur hlotið margar viðurkenningar erlendis.
A #BibGourmand is awarded to Skál! in Reykjavik. At this fun counter restaurant, in Iceland’s first food market, it’s all about sharing modern versions of traditional Icelandic dishes#MICHELINGUIDENORDIC #BibGourmand #Iceland pic.twitter.com/qbyFS4DdOL
— The MICHELIN Guide (@MichelinGuideUK) 18 February 2019