Ertu til í bragðmikinn og girnilegan kjúklingarétt sem er sáraeinfaldur í framkvæmd? Hér er undirstaðan nánast sú sama og þegar við útbúum vefjur á mexíkóska vísu, nema rétturinn er borinn fram í skál og því engin kolvetni eins og fylgja sjálfum vefjunum. Ef þú vilt fara í enn einfaldari útgáfu af réttinum en við gefum upp hér getur þú keypt tilbúinn kjúkling og jafnvel guacamole.
Bragðbesti ketó-kjúllinn í dag
- 700 g kjúklingabringur
- 1 msk. ólífuolía
- 1½ bolli enchilada-sósa
- ½ bolli kjúklingakraftur
- Grænt chili eftir smekk
- ¼ bolli rauðlaukur
- 350 g blómkál
Til skrauts:
- 2 msk. smátt skorinn kóríander
- 1 avocadó
- 4 msk. rifinn cheddar-ostur
- Salsa
Aðferð:
- Hitið olíu á pönnu á meðalhita og steikið kjúklinginn á öllum hliðum.
- Setjið enchilada, kjúklingakraft, grænt chili og rauðlauk út á pönnuna og látið suðuna koma upp. Látið malla á meðalhita undir loki í 10 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
- Takið kjúklinginn af pönnunni og rífið hann niður. Setjið hann svo aftur út á pönnuna á meðalhita í 5 mínútur.
- Rífið blómkál smátt niður með rifjárni og setjið í skál. Setjið kjúklingablönduna yfir blómkálið og toppið með kóríander, avocado, cheddar og salsa.
Allt á einni pönnu, því lítið uppvask sem fylgir þessum rétti.
mbl.is/Eazypeazymealz.com
mbl.is/Eazypeazymealz.com