Fylltar kartöflur með eggi og beikoni

Kvöldverðurinn fyrir okkur öll sem elskum egg og beikon.
Kvöldverðurinn fyrir okkur öll sem elskum egg og beikon. mbl.is/Winnie Methmann

Af hverju höf­um við ekki smakkað þessa snilld­ar­út­gáfu fyrr? Hér er brauðinu sleppt, sem ann­ars er al­geng sjón með hrá­efn­um sem þess­um, og kart­afla notuð í staðinn. Útkom­an verður frá­bær kvöld­mat­ur sem þú mátt alls ekki láta fram hjá þér fara.

Fylltar kartöflur með eggi og beikoni

Vista Prenta

Fyllt­ar kart­öfl­ur með eggi og bei­koni

  • 4 stór­ar bök­un­ar­kart­öfl­ur
  • ½ msk. ólífu­olía
  • 1 dl gróft salt

Fyll­ing:

  • 200 g bei­kon
  • 2 avoca­do
  • 4 egg
  • Salt og pip­ar
  • Hand­fylli púrru­lauk­ur
  • 150 g blandað sal­at

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°. Skerið kross í kart­öfl­urn­ar sem fer í gegn­um þær miðjar og smyrjið þær að inn­an með ólífu­olíu.
  2. Dreifið salti á botn­inn á eld­föstu móti og leggið kart­öfl­urn­ar ofan á. Stráið salti yfir kart­öfl­urn­ar. Bakið í ofni í 1 klukku­stund eða þar til þær eru orðnar mjúk­ar.
  3. Fyll­ing: Steikið bei­konið stökkt á þurri pönnu. Leggið því næst á eld­húspapp­ír og leyfið fit­unni að leka af.
  4. Skerið avoca­do í skíf­ur.
  5. Þrýstið aðeins á kart­öfl­urn­ar þannig að þær opn­ist bet­ur og búið til smá pláss fyr­ir egg­in. Sláið einu eggi ofan í hverja kart­öflu og setjið aft­ur inn í ofn í 5 mín­út­ur eða þar til eggja­hvít­urn­ar eru orðnar „fast­ar“.
  6. Toppið hverja kar­t­ölfu með bei­koni, avoca­do-skíf­um, salti, pip­ar og púrru­lauk.
  7. Berið fram með fersku sal­ati.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert