Forréttur að hætti RVK Meat

Bleikja með svarthvítlauksmajónesi.
Bleikja með svarthvítlauksmajónesi. Ásdís Ásgeirsdóttir
Hér erum við með gómsæta bleikju sem er borin fram með svarthvítlauksmajónesi sem er eitthvað sem allir þurfa að smakka á lífsleiðinni. Við erum ekki frá því að þetta sé algjörlega geggjaður forréttur enda kemur hann úr smiðju RVK Meat.

Bleikja með svarthvítlauksmajónesi

Fyrir 1
  • 1 flak bleikja
  • olía

Takið roðið af bleikjunni og setjið í loftþéttan poka (vacuum) með olíu. Eldið í sous vide-potti við 43°C í 15 mín. Setjið í kæli.

Svarthvítlauksmajónes

  • 35 g svartur hvítlaukur (fæst í Hagkaup)
  • 25 g eggjarauður
  • 15 g vatn
  • 250 ml olía
  • smá salt
  • mulin graskersfræ
  • parmaskinkubeikon, steikt
  • smá brauðraspur

Setjið hvítlauk, eggjarauður og vatn saman í blandara og blandið vel saman. Bætið olíu varlega við. Smakkað til með salti.

Setjið svarthvítlauksmajónesið í skál. Rífið bleikjuna niður og setið ofan á hvítlaukinn.

Myljið graskersfræ og steikið smá parmaskinkubeikon. Dreifið yfir ásamt brauðraspi. Gott að skreyta með dillolíu, vatnakarsa og fersku dilli.

(Hægt er að búa til dillolíu með því að blanda saman í blandara dilli og olíu og sía svo dillið frá).

Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert