Forréttur að hætti RVK Meat

Bleikja með svarthvítlauksmajónesi.
Bleikja með svarthvítlauksmajónesi. Ásdís Ásgeirsdóttir
Hér erum við með góm­sæta bleikju sem er bor­in fram með svart­hvít­lauks­majónesi sem er eitt­hvað sem all­ir þurfa að smakka á lífs­leiðinni. Við erum ekki frá því að þetta sé al­gjör­lega geggjaður for­rétt­ur enda kem­ur hann úr smiðju RVK Meat.

For­rétt­ur að hætti RVK Meat

Vista Prenta

Bleikja með svart­hvít­lauks­majónesi

Fyr­ir 1
  • 1 flak bleikja
  • olía

Takið roðið af bleikj­unni og setjið í loftþétt­an poka (vacu­um) með olíu. Eldið í sous vide-potti við 43°C í 15 mín. Setjið í kæli.

Svart­hvít­lauks­majónes

  • 35 g svart­ur hvít­lauk­ur (fæst í Hag­kaup)
  • 25 g eggj­ar­auður
  • 15 g vatn
  • 250 ml olía
  • smá salt
  • mul­in graskers­fræ
  • parma­skinku­bei­kon, steikt
  • smá brauðrasp­ur

Setjið hvít­lauk, eggj­ar­auður og vatn sam­an í bland­ara og blandið vel sam­an. Bætið olíu var­lega við. Smakkað til með salti.

Setjið svart­hvít­lauks­majónesið í skál. Rífið bleikj­una niður og setið ofan á hvít­lauk­inn.

Myljið graskers­fræ og steikið smá parma­skinku­bei­kon. Dreifið yfir ásamt brauðraspi. Gott að skreyta með dillol­íu, vatnakarsa og fersku dilli.

(Hægt er að búa til dillol­íu með því að blanda sam­an í bland­ara dilli og olíu og sía svo dillið frá).

Ásdís Ásgeirs­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert